Skip to main content

Verkefnastofa ríkisins

Hlutlægt mat á virði starfa

Hafa sambandFundargerðirSækja um endurmatMarkmið starfsmatsinsStarfsmatsferlið

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis er greiningarkerfi sem hefur það að markmiði að vinna í samræmi við lagalegar kröfur um jöfn laun fyrir sömu og jafn verðmæt störf. Slík kerfi meta störf út frá þeim kröfum sem gerðar eru í fjölbreyttum störfum. Matið byggir á viðmiðum sem draga fram fjölbreytta þætti starfa, þar með talið þætti sem kunna að hafa verið ósýnilegir eða vanmetnir í gegnum tíðina

Um verkefnið

Í byrjun árs 2025 gerir fjármála- og efnahagsráðuneyti samning við Jafnlaunastofu um þróun virðismatskerfis með launajafnrétti að leiðarljósi í samvinnu við hagaðila. Óskað var eftir tilnefningum í faglega stjórn verkefnis um þróun virðismatskerfis um störf á vegum ríkisins frá ASÍ, BHM, BSRB, KÍ og samninganefnd ríkisins.  

Hlutverk faglegrar stjórnar er að vinna að mótun virðismatskerfis til notkunar hjá ríkinu með stuðningi frá Jafnlaunastofu í samræmi við jafnlaunaákvæði laga. Kerfið á að tryggja að starfsfólk sem gegnir jafn verðmætum störfum njóti jafnra launa og kjara, óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum breytum

Aðilar og ábyrgð

Stýrihópur hefur yfirumsjón með verkefninu ásamt því að tryggja að framgangur þess sé í samræmi við markmið jafnréttislaga um að konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skuli greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. 

Faglega stjórn skipa jafnmargir fulltrúar launagreiðenda og fulltrúar heildarsamtaka launafólks hjá ríkinu. Stjórnin heldur utan um þróun virðismatskerfisins frá upphafi allt til loka og í því felst m.a. afmörkun verkefnisins, skipulag fræðslu og miðlunar, skilgreining á fyrirkomulagi starfagreininga og gerð starfaprófíla, val matsþátta. Fagleg stjórn ákveður hvort skipa þurfi starfshópa á starfstímanum.  

Verkefnastofa er eining innan Jafnlaunastofu og vinnur fyrir faglega stjórn að öllum verkþáttum verkefnisins.  

Starfahópar og stiganiðurbrot

Hægt er að nálgast öll starfsmetin störf hjá Reykjavíkurborg og öll útgefin störf hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þ.e. störf sem ná yfir mörg sveitarfélög.

Þar fyrir neðan má nálgast öll störf sem hafa verið metin staðbundið hjá einstökum sveitarfélögum (Staðbundin störf).

Ertu að leita að einhverju sérstöku?

Ekki hika við að hafa samband!